Umhverfi og náttúra
http://www.rarik.is/HollRad/index.cfm?ccs=465&cs=759

Holl ráð – ýmis ráð um upphitun, orkusparnað, hitastýringu, einangrun o.fl.
http://nemendur.khi.is/evabhard/torf/rafmagn_og_l%C3%BDsing.htm
Ég heiti Eva Björg Harðardóttir og er nemi á öðru ári í Kennaraháskóla Íslands. Ég er á íslenskukjörsviði, en valdi mér samfélagsgreinar sem aukakjörsvið. Nánari upplýsingar um mig er hægt að finna á heimasíðunni minni.
Þessi vefur um bæinn Skeið í Selárdal er unninn í tengslum við námskeiðið Sagnfræði og sögunám sem Þorsteinn Helgason hefur umsjón með. Torfi Hjartarson hefur einnig haft umsjón með vefsíðugerðinni. Fleiri verkefni um torfbæi má finna hér.
Textarnir á síðunni eru unnir upp úr viðtali sem ég tók við afa minn, Svein Ásgeir Árnason, og bróður hans, Agnar Eystein Árnason. Einnig vitna ég oft beint í viðtalið. Myndirnar eru í einkaeign.
Torfbæir í Netheimum
Nemar við Kennaraháskóla Íslands birta hér vefi um torfbæi
byggða á viðtölum við fólk sem ólst upp í bæjunum eða
hafði af þeim náin kynni. Viðtölunum fylgja myndir og fleiri gögn.
Þorsteinn Helgason - thelga@khi.is - hefur umsjón með námskeiðinu Sagnfræði og sögunám og stýrir verkefninu
í samvinnu við Torfa Hjartarson - torfi@khi.is - sem hannaði yfirlit og veitir leiðsögn um framsetningu á vef.
Hér eru saman komin verkefni nemenda í sögu í Kennaraháskóla Íslands um torfbæi einkum á seinni hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Ég hafði í tvö ár látið gera slík verkefni og gefist vel. Þau voru rituð á pappír, ljósrituð og lesin af öllum. Ég hafði gælt við vefsíðuvinnslu á efninu og þegar Þuríður Jóhannsdóttir kom til ráðgjafar um slík efni hér við skólann helltum við okkur í verkið. Haustið eftir kom svo Torfi Hjartarson til liðs við mig; hann hefur aðstoðað nemendur við að búa til sjálfstæðan vef um hvern bæ og útbúið þessa yfirlitssíðu þar sem nemendur kynna verk sín.
Markmið verkefnsins og verklýsingu er að hafa á sérstökum síðum. Ég ákvað þegar í upphafi að taka þátt í leiknum sjálfur. Hér er mitt verkefni.
Þorsteinn Helgason
http://is.wikipedia.org/wiki/Gasst%C3%B6%C3%B0_Reykjav%C3%ADkur
Gasstöð Reykjavíkur var gasveita við Hlemm í Reykjavík sem var starfrækt frá 1910 til 1956. Hún framleiddi gas til eldunar og lýsingar úr innfluttum kolum.
Þegar gasinu hefur verið náð úr kolunum með upphitun, verður til koks. Gasið var síðan notað til lýsingar og eldunar og koksið til brennslu og upphitunar. Eftir stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1921 var gasið nær einvörðungu nýtt til eldamennsku.
Brauðgerðarhúsið í Gasstöðinni
Vorið 1918 var lokið við að koma upp bökunarofni í Gasstöðinni. Var hann settur ofan á annan gasgerðarofnin, og með þeim hætti var hægt að nota hitann frá honum, sem annars fór til ónýtis. Tilraun þessi þótti sýna það, að þarna væri fundinn hitagjafi, sem ekki hefði verið nýttur, og hann mundi duga til að baka við hann brauð. Um það bil er Fyrri heimsstyrjöldinni lauk, störfuðu fjórir bakarar í þessari nýstárlega brauðgerðarhúsi, en forstöðumaður þess var Kristján Hall. Var í ráði að setja þar upp annan bakaraofn, en af því varð ekki. Kristján Hall lést næsta haust úr spönsku veikinni, og nokkuð eftir lát hans hætti brauðbakstur í Gasstöðinni.
Tónslistarmaðurinn Megas söng um gasstöðina í lagi sínu „Gamla gasstöðin við Hlemm“.
http://www.nat.is/Sofn/rvik_orkuveitan.htm
MINJASAFN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR
. |
Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur er til húsa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal, gegnt gömlu Elliðaárstöðinni, sem hefur séð Reykvíkingum fyrir raforku frá árinu 1921. Þegar safnið tók til starfa árið 1990, var því einkum ætlað að gera sögu rafvæðingar höfuðborgarsvæðisins skil, en með stofnun Orkuveitu Reykjavíkur árið 1999 var ákveðið, að safnið skyldi einnig fjalla um sögu vatns- og hitaveitumála. Megináherslan er þó, enn sem komið er, á þátt rafmagnsins.
Minjasafnið er í senn byggðasögusafn og eitt fárra tækniminjasafna landsins. Þar eru varðveittir hvers kyns gripir er tengjast sögu veitufyrirtækja Reykjavíkur í tæpa öld og hafa því mikið gildi fyrir atvinnusöguna. Rafmagn, hiti og hreint vatn skiptu sköpum fyrir þróun Reykjavíkur frá bæ í borg, auk þess að lífskjör og heilbrigði íbúa tóku stakkaskiptum.
Haustið 1899 voru fyrstu rafljósin tendruð hérlendis, það var í húsi Ísafoldarprentsmiðju í Austurstræti 6. Höfðu þá um nokkurt skeið verið uppi umræður um stofnun rafveitu í Reykjavík. Ekkert varð þó úr slíkum framkvæmdum að sinni, meðal annars vegna þess, að bærinn átti mörg önnur verkefni fyrir höndum.
Árið 1909 hóf Vatnsveita Reykjavíkur starfsemi sína og þótti hún mikið mannvirki. Um svipað leyti tók Gasstöðin til starfa og sá bæjarbúum fyrir eldsneyti til eldunar og lýsingar, jafnt innan dyra sem utan.
Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar komst rafmagnsmálið á rekspöl á ný og árið 1921 var rafstöðin við Elliðaár tekin í notkun. Á Minjasafninu er undirbúningi hennar og rekstri gerð góð skil í máli og myndum, auk þess sem hægt er að skoða sjálfa stöðina á virkum dögum.
Framleiðsla Elliðaárstöðvarinnar var ekki meiri en svo að hún rétt dugði Reykvíkingum til lýsingar og lítilsháttar iðnreksturs. Húshitun fór að mestu leyti fram með brennslu kola. Á þriðja áratugnum skaut sú hugmynd upp kollinum að nýta mætti jarðvarmann til húskyndingar. Boraðar voru holur í grennd við Þvottalaugarnar í Laugardal og árið 1930 hófst rekstur hitaveitu í Reykjavík. Veitukerfi hennar var smátt í sniðum og náði ekki til margra heimila. Engu að síður sannfærði tilraun þessi menn um það að rétt væri að ráðast í enn stórfelldari hitaveituframkvæmdir og árið 1943 fengu Reykvíkingar fyrst notið heits vatns frá borholum Hitaveitunnar að Reykjum í Mosfellsdal.
Reykvíkingar fengu snemma augastað á hinu mikla óbeizlaða afli Sogsins. Árið 1935 hófst undirbúningur að gerð fyrstu Sogsvirkjunarinnar, Ljósafosstöðvar og hún var tekin í notkun árið 1937. Næstu áratugina var unnið sleitulítið að framkvæmdum við frekari virkjun Sogsins og var það ekki fullvirkjað fyrr en um 1960. Á Minjasafninu gefur að líta fjölda ljósmynda frá þessari umfangsmiklu mannvirkjagerð.
Orkuheimar, fræðslusetur Orkuveitu Reykjavíkur, eru starfræktir á neðri hæð Minjasafnsins. Þar fá grunnskólanemar fræðslu um ýmsa þætti íslenskra orkumála og spreyta sig á einföldum tilraunum, sem ætlað er að dýpka skilning þeirra á eðli rafmagnsins.
Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur er opið sem hér segir:
1. september til 17. júní; sunnudaga kl. 15-17.
18. júní til 30. ágúst; þriðjudaga til sunnudaga kl. 13-17.
Þá er einnig tekið á móti gestum eftir nánara samkomulagi við safnvörð í s. 567-9009.
|
|
Orkumenning og orkusaga
eftir Þorstein Vilhjálmsson
Mjög fróðlegt erindi um þróun orkumála á Íslandi
http://www.visindavefur.hi.is/article.php?id=37