© Iđnskólinn í Reykjavík
Hér er að finna aðalnámskrá framhaldsskóla, lífsleiknihluta. Sjá nánar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins
http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/307
LÍFSLEIKNI Í BRAUTARKJARNA
6
6
Inngangur
Samkvæmt 17. grein laga um framhaldsskóla skulu, auk sérgreina brautar, vera í brautarkjarna námsgreinar sem stuðla eiga að almennri menntun og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu. Í samræmi við áherslur í grunnskóla á námsgreinin lífsleikni á framhaldsskólastigi að efla alhliða þroska nemandans og stuðla að því að hann verði að heilsteyptum einstaklingi. Það felur m.a. í sér að nemandinn geri sér far um að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk. Hann efli félagsþroska sinn, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Auk þess verður leitast við að styrkja áræði hans, frumkvæði, eðlislæga sköpunargáfu og aðlögunarhæfni til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi.
Lífsleikni er ákveðin færni sem einstaklingar eru að tileinka sér ævina á enda. Alla ævi eru einstaklingar að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs í samræmi við aldur og þroska. Það er í þessari samræðu einstaklings við sjálfan sig og umhverfi sitt sem lífsleikni hans þroskast og dafnar. Námsgrein, sem kennir sig við lífsleikni, er því fyrst og fremst tækifæri fyrir nemandann og stuðningur við hann til að efla lífsleikni sína. Lífsleikni á framhaldsskólastigi á að gefa nemandanum tóm til að dýpka skilning sinn á sjálfum sér og umhverfi sínu og styrkja hann í að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleiknin getur falið í sér námsþætti sem stuðla að því að gera nemendur hæfari til að lifa í lýðræðisþjóðfélagi og dýpka skilning þeirra á samfélaginu, s.s. sögulegum forsendum, atvinnuháttum, menningu og listum, náttúru og umhverfi, hagfræði og auðlindum jarðar, samskiptum, fjölskylduábyrgð og einstaklingsskyldum.
7
7
Lífsleikni í brautarkjarna – Inngangur
Vissulega má segja að allt nám feli í sér menntun af þessu tagi. Sönn menntun á að víkka sjóndeildarhringinn, vitsmuni og tilfinningar svo að fólk sjái heiminn í nýju ljósi og öðlist dýpri skilning á veruleikanum. Það sem greinir lífsleikni frá öðrum námsgreinum sem fjalla um sama efni er að innan lífsleikni er ekki fjallað um efnið út frá ákveðnum fræðum eða hugmyndakerfum, heldur eru hugmyndir, lífssýn og forsendur nemandans lagðar til grundvallar. Það er nemandans að dýpka skilning sinn á sjálfum sér, menningu, samfélagi og náttúru út frá þeim forsendum sem hann kýs sjálfur. Með þessu er skólinn að gefa nemendum tækifæri til að hugleiða hvert stefnir, hvaða leiðir eru opnar og færar og að gefa þeim tóm til að leggja rækt við mennsku sína, tilgang, lífssýn og lífsgildi. Í námi eru það ekki síst stundir á milli stríða, þegar nemendur hittast utan kennslunnar og ræða áhugamál sín, að þekkingarbrotin raðast saman í heildir og menntunin verður að öflugu verkfæri í samskiptum nemenda sem ekki aðeins auðgar þá sjálfa heldur menntasamfélagið sjálft og menninguna. Námsgrein, sem tekst að skapa sams konar kringumstæður og stuðla að viðkynningu nemenda í upphafi náms, leggur ekki aðeins grunn að frjóu menntasamfélagi heldur eykur einnig líkur á því að sterk félagsböndmyndist á milli nemenda sem verða þeim styrkur til að takast á við krefjandi nám. Á tímum upplýsingaflæðis, fjölbreyttra valkosta í námi, starfi og leik, örra breytinga og nýjunga í vísindum, tækni, listum og afþreyingu er hverjum hollt að geta metið stöðu sína, fá tækifæri til að staldra við, skima í kringum sig og ná áttum. Þetta gildir jafnt um ungmenni sem eru að hefja nám í framhaldsskólum strax að loknum grunnskóla og aðra einstaklinga sem eru að setjast á skólabekk eftir langt hlé. Mikilvægi lífsleikni sem námsgreinar í brautarkjarna er ekki síst undir því komið að það takist að skapa nemendum þetta andrými í upphafi náms. Nemendur fái þannig tækifæri til að gaumgæfa hvaða námsleiðir standa þeim til boða, meta sterkar og veikar hliðar sínar í náminu fram undan og öðlast þannig ráðrúm til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að geta brugðist við þeim í tíma.
Nám og kennsla
Mikilvægt er að tekið sé mið af fjölbreytni framhaldsskólanáms og breidd nemenda í aldri og þroska þannig að nám og kennsla í greininni bjóði upp á töluverðan sveigjanleika fyrir nemendur og skóla. Lífsleikninám hlýtur í eðli sínu að vera breytilegt, háð nemendahópum, einstaklingum, kennara, námsbrautum o.s.frv. Kennslan ætti að byggjast
upp á fjölbreytilegan hátt og miðast við virkni og þátttöku nemandans. Viðfangsefni, sem falla undir lífsleikni, eru oft og tíðum hluti af öðru námi. Þetta gefur skólum færi á samþættingu greinarinnar við aðra áfanga skólans. Með þeim hætti er hægt að dýpka námið, hvort heldur er í lífsleikninni eða í samþætta áfanganum. Þessi möguleiki hvetur enn frekar til þess að hver skóli hafi töluvert sjálfstæði í að útfæra greinina samkvæmt sérstöðu sinni og sérstöðu einstakra námsbrauta skólans. Dæmi um samþættingu af þessu tagi gætu verið útivistarferð og náttúruskoðun í tengslum við vistfræðiáfanga, samþætting við tjáningu, mannúðarstörf í tengslum við siðfræðiáfanga o.s.frv. Mikilvægt er að skólar nýti sér samstarf við félög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í útfærslu á einstökum lífsleikniáföngum. Á þann hátt nýtir skólinn sér reynslu sem býr í þjóðfélaginu og miðar að aukinni mannrækt og lífsleikni einstaklinga. Þetta samstarf getur verið í formi opinna fyrirlestra, verkefnaáfanga o.s.frv. Það er þó ávallt skólans að leiða slíkt samstarf og skulu skólastjórnendur og kennarar skólans hafa yfirumsjón með áfanganum.
8
8
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Lífsleikni
Við útfærslu lífsleikni í skólum er mikilvægt að hafa í huga að hún kemur inn sem ný námsgrein og því eðlilegt að fyrstu árin einkennist af þróun námsgreinarinnar ískólastarfi. Þar er mikilvægt að skólar nýti sér reynsluna af sambærilegri kennslu sem hefur verið að þróast á undanförnum árum. Þar má nefna svokallaða SAM-áfanga sem hafa verið kenndir um árabil í nokkrum framhaldsskólum. Hér er þó mikilvægt að skólar reyni sem mest að laga greinina að sérstöðu sinni vegna námsframboðs og annarra staðhátta. Meginhugmynd lífsleikninnar er einstaklingur í umhverfinu. Viðfangsefni greinarinnar geta þannig greinst í tvennt. Annars vegar eru það viðfangsefni sem beinast inn á við og eiga að efla með nemendum jákvæð viðhorf til þess að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk og jafnvægi, jafnframt því að efla félagsþroska þeirra, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Hins vegar eru það viðfangsefni sem beinast út á við og eiga að leitast við að styrkja áræði nemandans, frumkvæði, sköpunargáfu og aðlögunarhæfni til að takast á við kröfur og áskoranir í daglegu lífi.
Skipan náms
Lífsleikni er skylduáfangi í brautarkjarna allra námsbrauta framhaldsskóla. Á bóknámsbrautum og lengri starfsnámsbrautum er lífsleiknin 3 einingar. Á styttri námsbrautum getur einingafjöldinn verið breytilegur eftir eðli brautanna. Einnig er möguleiki á að bjóða upp á valáfanga í lífsleikni. Ýmsir möguleikar eru í útfærslu lífsleikninnar. Einn væri að kenna hana sem einn þriggja eininga áfanga. Annar möguleiki væri að skipta lífsleikniáfanganum upp í þrjá einnar einingar áfanga, LKN 101, LKN 111 og LKN 121. Ef það er gert er æskilegt að Lífsleikni 101 sé í boði í upphafi náms. Skólum er þó frjálst að taka einnar einingar áfangana í hvaða röð sem er enda eru þeir án undanfara.
9
9
Lífsleikni í brautarkjarna – Nám og kennsla
Í aðalnámskrá eru áfangarnir útfærðir bæði sem þriggja eininga áfangi og sem þrír einnar einingar áfangar. Skólum er þannig gefið ákveðið svigrúm til að raða þessum áföngum saman eftir því sem best þykir henta. Með þessu móti er t.d. hægt að samþætta lífsleikniáfanga við aðrar námsgreinar. Sé lífsleikniáfangi samþættur við aðra námsgrein eða áfanga er nauðsynlegt að það komi skýrt fram í skólanámskrá og skulu þeir áfangar auðkenndir sérstaklega á þann hátt að aftan við áfanganúmer kjarnaáfanganskomi áfanganúmer lífsleikniáfangans.
Dæmi: LÍF 213 + LKN 121
Með samþættingu af þessu tagi gefst skólum tækifæri til að gefa námsgreinum nýjar víddir og kannski á vissan hátt að færa þær nær nemandanum og persónulegri upplifun hans af námi. Einnig er möguleiki að dreifa þessum þremur áföngum yfir námstíma nemandans. Æskilegt er að skólar vinni að því að þróa og bjóða upp á fjölbreytt úrval valáfanga í lífsleikni. Við útfærslu lífsleikniáfanga er æskilegt að hver áfangi feli í sér viðfangsefni er snúa bæði að nemandanum og áskorunum daglegs lífs. Það ræðst svo af inntaki hvers áfanga hversu mikið vægi hvor þáttur fær. Valáfangarnir geta þannig verið dýpkun á ákveðnum þáttum í lokamarkmiðum lífsleikninnar eða dýpkun á áfangamarkmiðum greinarinnar.
10
10
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Lífsleikni
Námsmat
Námsmat innan greinarinnar getur byggst á sjálfsmati nemenda þar sem þeir fá tækifæri til að taka ýmis stöðluð og viðurkennd próf til að meta sínar sterku og veiku hliðar á ýmsum sviðum mannlegra eiginleika. Leggja ber á það ríka áherslu að niðurstöður slíkra prófa séu ávallt einkamál nemandans enda eru þau hugsuð sem verkfæri honum til handa til að hann geti áttað sig betur á sjálfum sér og læri að vinna úr niðurstöðum slíkra prófa á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt. Námsmatið í áfanganum getur byggst á margs konar verkefnisvinnu en hlýtur þó ávallt að vera í tengslum við markmið námsins. Mat á verkefnisvinnu getur byggst upp á fjölmörgum þáttum. Þar má nefna frumkvæði, útsjónarsemi, verklag, samstarfshæfni og skipulag, gagnrýna meðhöndlun og úrvinnslu upplýsinga, frágang og kynningu á efninu.
11
11
Lífsleikni í brautarkjarna – Námsmat
12
12
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Lífsleikni
Nemandi
- rækti með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra til að geta átt auðug og gefandi samskipti við einstaklinga óháðkyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi
- öðlist færni í tjáskiptum og styrkist þannig í að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugðarefnum á opinberum vettvangi og í vinahóp
- sýni frumkvæði í að rækta sköpunargáfu sína ogaðlögunarhæfni í verkefnum innan og utan skóla; það felur m.a. í sér að nemandi sýni
- frumleg hugsanatengsl
- útsjónarsemi í að setja fyrirbæri og viðfangsefni í nýtt samhengi
- rökrænt mat og ályktunarhæfni
- gagnrýna hugsun
- kjark til að leysa mál
- frumkvæði til framkvæmda
- geri raunhæfar áætlanir um námsleiðir er honum standa til boða í framhaldsskóla með hliðsjón af áframhaldandi námi eða þátttöku í atvinnulífi
- taki ábyrgð á eigin lífi, sem m.a. felur í sér að taka ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja sem notuð eru til lækninga
- öðlist þekkingu á samfélagi sínu til að móta og bæta umhverfi sitt á ábyrgan hátt með lýðræðislegum aðferðum, aðgerðum og umræðu
- fái tækifæri til að taka þátt í og njóta list- og menningarviðburða
- fái tækifæri til að fjalla um ýmis dægurmál sem upp kunna að koma hverju sinni í tengslum við nám sitt, næsta umhverfi eða á opinberum vettvangi
- verði meðvitaður um ábyrgð sína sem neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi
Lokamarkmið
13
13
Lífsleikni í brautarkjarna – Lokamarkmið
- þroski með sér
- skilning á mikilvægi vistfræðilegs jafnvægis
- skilning á hnattrænu samhengi vistkerfis jarðar
- vitund um stöðu og ábyrgð sína gagnvart vistkerfi jarðar
- fái tækifæri til að nýta sér margvíslega miðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri
Nemandi
14
14
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Lífsleikni
Áfangar
LKN 103 Lífsleikni
Áfangalýsing
Markmið áfangans eru tvíþætt. Annars vegar að aðstoða nemandann í að glöggva sig betur á námsleiðum skólans, hann átti sig á til hvers þær leiða og geri sér betur grein fyrir kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Í áfanganum mun nemandinn einnig fá kynningu á skólastarfinu og félagslífi nemenda og kynnast umsjónarkennara sínum og hlutverki hans. Hins vegar verður lögð áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust þannig að þeir geti sett fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökrætt þær sín á milli. Nemendur geta þannig valið
mismunandi verkefni sem tengjast þema áfangans og kynnt verkefnin fyrir samnemendum sínum með margvíslegum aðferðum við miðlun upplýsinga. Þannig er ekki gert ráð fyrir að allir nemendur séu að fást við sömu viðfangsefni. Að áfanganum geta komið ýmsir aðilar eins og umsjónarkennari nemandans, námsráðgjafi skólans, bókasafnsfræðingur skólans, nemendur skólans í tengslum við jafningjafræðsluna og félagslíf skólans, aðilar utan skólans o.s.frv. Æskilegt er þó að einn kennari hafi yfirumsjón með áfanganum og sjái um skipulag hans.
Áfangamarkmið
Nemandi
- geti nýtt sér námsframboð og námsleiðir skólans á sem árangursríkastan hátt
- sé fær um að skoða mismunandi námsleiðir, gera skipurit af þeim og meta hvert þær leiða
Nám í framhaldsskóla
- þekki forkröfur ýmissa viðtökuskóla/deilda og atvinnulífs um námsundirbúning og námsárangur
- læri árangursríkar aðferðir við nám í framhaldsskóla
- geti nýtt sér ýmis stöðluð og viðurkennd sjálfsmatspróf til að meta áhuga- og hæfnisvið sín á gagnrýninn og raunhæfan hátt
- geti nýtt sér ýmsa félagsstarfsemi og aðra nemendaþjónustu sem er í boði innan skólans
- fái tækifæri til að kynnast og að taka virkan þátt í félagsstarfi skólans í samræmi við áhugasvið sitt
- viti hvaða sérfræðiþjónustu skólinn hefur upp á að bjóða og hvar hennar er að leita, t.d. umsjónarkennara, námsráðgjafa, skólasafnið
Nemandi
- velti fyrir sér stöðu sinni sem einstaklings innan samfélags og menningar; það felur m.a. í sér að nemandinn
- átti sig á samhengi ímyndar, lífsstíls og lífsskoðunar og fyrirætlana sem lúta að eigin framtíð
- taki ábyrgð á eigin lífi sem m.a. felur í sér að taka ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja sem notuð eru til lækninga
- öðlist þekkingu á samfélagi sínu til að móta og bæta umhverfi sitt á ábyrgan hátt með lýðræðislegum aðferðum, aðgerðum og umræðu
- fái tækifæri til að taka þátt í og njóta list- og menningarviðburða
- fái tækifæri til að fjalla um ýmis dægurmál sem upp kunna að koma hverju sinni, í tengslum við nám sitt, næsta umhverfi eða á opinberum vettvangi
- verði ábyrgur neytandi í flóknu og margbreytilegu
samfélagi
15
15
Lífsleikni í brautarkjarna – Áfangar – LKN 103
Þemaþættir
- velti fyrir sér stöðu sinni sem einstaklings í samhengi við manngert og náttúrulegt umhverfi; það felur m.a. í sér að nemandinn
- þroski með sér alþjóðavitund og ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum um nýtingu á sameiginlegum auðlindum
- átti sig á þýðingu hugtaksins sjálfbær þróun í umhverfismálum
- skilji hvaða gagnvirku náttúru- og samfélagslegu öfl það eru sem stýra umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar
- eflist í trúnni á að framlag hans sé einhvers virði, að hann sjálfur fái miklu áorkað í baráttunni fyrir bættu umhverfi
Nemandi
- þjálfist í að kynna hugðarefni sín frammi fyrir öðrum á formlegan og óformlegan hátt
- fái þjálfun í að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugðarefnum á opinberum vettvangi og í vinahóp
- geti átt auðgandi og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi
- geti beitt margvíslegum aðferðum við að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri við aðra
16
16
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Lífsleikni
Tjáning
Lífsleikni í brautarkjarna – Áfangar – LKN 101
17
17
LKN 101 Nám í framhaldsskóla
Áfangalýsing
Æskilegt er að nemandinn taki þennan áfanga í upphafi náms við framhaldsskóla. Markmið áfangans er að aðstoða nemandann við að glöggva sig betur á námsleiðum skólans, hann átti sig á til hvers þær leiða, læri að búa til skipurit yfir námsleiðir sem honum þykir áhugaverðar og geri sér betur grein fyrir kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Í áfanganum mun nemandinn einnig fá kynningu á skólastarfinu og félagslífi nemenda og kynnast umsjónarkennara sínum og hlutverki hans. Lögð verði áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust í að setja fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökræða þær sín á milli. Að áfanganum geta komið ýmsir aðilar eins og námsráðgjafi skólans, umsjónarkennari nemandans, bókasafnsfræðingur skólans, nemendur skólans í tengslum við jafningjafræðsluna og félagslíf skólans o.s.frv. Æskilegt er þó að einn kennari hafi yfirumsjón með áfanganum og sjái um skipulag hans.
Áfangamarkmið
Nemandi
- geti nýtt sér námsframboð og námsleiðir skólans á sem árangursríkastan hátt; það felur í sér að nemandi
- sé fær um að skoða mismunandi námsleiðir,
skipurit af þeim og meta hvert þær leiða
- þekki forkröfur ýmissa viðtökuskóla/deilda og atvinnulífs um námsundirbúning og námsárangur
- læri árangursríkar aðferðir við nám í framhaldsskóla
- geti nýtt sér ýmis stöðluð og viðurkennd sjálfsmatspróf til að meta áhuga- og hæfnisvið sín á gagnrýninn og raunhæfan hátt
Aðalnámskrá framhaldsskóla – Lífsleikni
18
18
- geti nýtt sér ýmsa félagsstarfsemi og aðra nemendaþjónustu
sem er í boði innan skólans; það felur í sér að nemandi
- fái tækifæri til að kynnast og að taka virkan þátt í félagsstarfi skólans í samræmi við áhugasvið sitt
- þjálfist í að kynna hugðarefni sín frammi fyrir öðrum á formlegan og óformlegan hátt
- viti hvaða sérfræðiþjónustu skólinn hefur upp á að bjóða og hvar hennar er að leita, t.d. umsjónarkennara, námsráðgjafa, skólasafnið
Efnisatriði/kjarnahugtök
Námstækni, skólanámskrá/aðalnámskrá, áfangalýsing, einingakerfi, bekkjarkerfi, forkröfur viðtökuskóla, námsleiðir, menntakröfur atvinnulífs, hópefling, styrking,
hugðarefnapróf.
Námsmat
Matið byggist á verkefnavinnu nemandans sem m.a. getur falið í sér að hann teikni upp ýmsar námsleiðir í samræmi við áhugamál sín.
Lífsleikni í brautarkjarna – Áfangar – LKN 111
19
19
LKN 111 Einstaklingur, samfélag, menning
Áfangalýsing
Verkefni áfangans eiga að gefa nemandanum færi á að fjalla um samspil einstaklings, samfélags og menningar. Viðfangsefnin geta verið margvísleg og tengst trúarbrögðum,
listum, stjórnmálum, stöðu kvenna og karla, neytendamálum, sögu, tómstundum, heimspeki, vísindum og verkmenningu.
Áfangamarkmið
Nemandi
- fái tækifæri til að vinna að verkefni sem dýpkar skilning hans á stöðu sinni innan samfélags og menningar
- fái þjálfun í að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugðarefnum á opinberum vettvangi og í vinahóp
- geti átt auðgandi og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi
- geti beitt margvíslegum aðferðum til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri við aðra
- taki ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja sem eru ætluð til lækninga
- læri að taka ábyrga afstöðu sem neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi
Efnisatriði/kjarnahugtök
Einstaklingur, samfélag, menning, fjölmiðlun, ábyrgð,