Ađalvalmynd:

© Iđnskólinn í Reykjavík

Hvađ er lífsleikni?

Skilgreining á lífsleikni

 

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett fram eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu: Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs (Live Skills Education in Shcools, WHO 1997).

 

Úrvinnsla er mikilvæg þ.e.a.s. hvernig nemendur geta nýtt sér þessa þekkingu út í lífið. Yfirfæranlegt.

 

Hugmyndafræði WHO um lífsleikni er m.a. byggð á kenningu Bandura um félagslegt nám.  Þessi kenning grundvallast á því sem við vitum um það hvernig börn og unglingar læra af fólki sem er í kringum það með því að fylgjast með hvernig aðrir hegða sér og hvaða afleingar hegðun hefur. Í félagsnámskenningunni er námið talið vera virk öflun, úrvinnsla og uppbygging reynslu. Þessi áhersla á virka úrvinnslu einstaklingsins á raunveruleikanum er kjarninn í hugmyndafræði lífsleiknikennslu þar sem notast er við virkar og nemendamiðaðar aðferðir í kennslu.

 

Nánari skilgreiningar á kjarnaþáttum færni í lífsleikni:

 

Að taka ákvörðun.

Í því felst vinna á uppbyggilegan hátt að ákvörðunum sem skipta máli í eigin lífi. Ákvarðanir sem börn, unglingar og fullorðnir taka geta haft áhrif á allt líf þeirra.

 

Að leysa mál

Það er færni sem hjálpar okkur að vinna á uppbyggilegan hátt að lausn vandamála í eigin lífi. Vandamál sem ekki er unnið með eða gefinn gaumur geta valdið andlegri og líkamlegri streitu.

 

Skapandi hugsun

Það getur skipt miklu máli vegna ákvarðanatöku og lausn vandamála að hafa skapandi hugsun. Slíkt getur hjálpað við að kanna valmöguleika og afleiðingar af gerðum okkar eða aðgerðarleysi. Skapandi hugsun hjálpar okkur að líta lengra en reynsla okkar nær. Það getur verið gott þó jafnvel sé ekki um vandamál að ræða sem þarf að leysa eða ákvarðanatöku. Þá getur skapandi hugsun hjálpað okkur að bregðast við á sveigjanlegan hátt við ýmsum aðstæðum í daglega lífinu og laga okkur að þeim.

 

Gagnrýnin hugsun

Um er að ræða hlutlæga greiningu á upplýsingum og reynslu. Gagnrýnin hugsun vegur og metur forsendur skoðana, hugmynda og viðhorfa og leitar að trausum rökum. Hún hjálpar okkur að koma auga á og skilja ýmis öfl sem hafa áhrif á hugsun okkar og reynslu.

 

Góð tjáskipti

Með góðum tjáskiptum getum við tjáð okkur, með orðum og án orða miðað við kringumstæður hverju sinni. Í þessu felst t.d. að geta tjáð langanir okkar og skoðanir eða þá að biðja um ráð þegar þess gerist þörf.

 

Góð samskipti

Í góðum samskiptum felst að komast í samband við þá sem við þurfum að eiga samskipti við. Það er mjög mikilvægt fyrir andlega og félagslega vellíðan að geta stofnað til og viðhaldið vinsamlegum tengslum við aðra. Það skiptir einnig  máli að geta bundið endi við tengsl við aðra á uppbyggilegan hátt.

 

Sjálfsvitund

Í því felst að viðurkenna sjálfan sig, persónuleika, styrkleika og veikleika og hvað maður vill og vill ekki. Þróun sjálfsvitundar getur hjálpað okkur að átta okkur á því hvenær við erum undir álagi eða þrýstingi og hvenær ekki. Sjálfsvitund er líka forsenda góðra tjáskipta og tengsla við aðra og þess að geta sýnt samhygð.

 

Að takast á við tilfinningar

Með því að takast á við tilfinningar er einstaklingurinn að viðurkenna eigin tilfinningar og annarra. Þannig gerir hann sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hegðun og að vera fær um að bregðast við tilfinningum á viðeigandi hátt. Ef ekki er brugðist við sterkum tilfinningum á réttan hátt s.s. reiði geta þær haft áhrif á líðan okkar.

 

Að takst á við álag og streitu

Það gerum við með því að þekkja streituvalda í lífi okkar og hvernig þeir hafa áhrif á okkur. Ef við höfum stjórn á streitustigi okkar þá bregðumst getum við brugðist við og dregið úr streituvöldum. T.d. með því að breyta um umhverfi eða lífsstíl. Einnig ef við lærum að slaka á þannig að spenna sem getur skapast óhjákvæmilega orsaki ekki vanlíðan.

 

 

 

Hér fyrir neðan er að finna hugmyndafræðilegt líkan sem sýnir hvernig færniþættir lífsleikni tengjast þekkingu, viðhorfum og gildum og jákvæðri hefðun sem byggt er á og er þannig liður í að fyrirbyggja hegðun sem hefur neikvæð áhrif.