Ađalvalmynd:

© Iđnskólinn í Reykjavík

Dagbók

 

Ágæti nemandi!

 

 

Eitt af þeim verkefnum sem þú átt að gera í lífsleikni á þessari önn er að skrifa niður dagbókarpunkta. Þetta átt þú að gera að lágmarki einu sinni í viku alla önnina. Þetta er að jafnaði gert í síðasta lífsleiknitíma vikunnar. Mundu að skrá alltaf niður dagsetningu. Hafðu það sem viðmið að lengdin sé að jafnaði hálf blaðsíða (línubil eitt og hálft og 12 punkta letur).

 

 

 

Það sem á að koma fram í hvert skipti er:

 

Ø     Hvað er ég er búin(n) að gera í lífsleikni undafarna viku?

Ø     Hvernig gekk vikan hjá mér í skólanum almennt?

Ø     Hvað gekk vel og hvað gekk illa og af hverju? T.d. ef ég mætti ekki í skólann í vikunni á undann eða í einstaka tíma, af hverju mætti ég ekki?

Ø     Settu þér eitt markmið tengt skólanum í hverri viku.

Ø     Í vikunni á eftir á svo að koma fram hvort þetta markmið  náðist og ef ekki þá á að koma fram af hverju?

Ø     E.t.v. bætir kennari þinn svo við fleiri punktum á töfluna sem þú átt að hafa í huga.

 

 

 

 

 

Í lok annar á að gera samantekt úr dagbókinni. Þar á að koma yfirlit þess sem gert hefur verið í skólanum alla önnina og í lífsleikni. Í samantektinni er gott að koma með dæmi um það sem var skemmtilegt eða leiðinlegt af því sem gert var á önninni. Þú átt svo að gefa þér einkunn fyrir áfangann. Ég á skilið að fá ?? í einkunn vegna þess að……….(rökstyðja).

Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú gefur þér einkunn:

Hvernig var þátttaka mín í kennslustundum?

Hvernig var mætingin mín?

Er þróun í því sem ég var að gera?

Svaraði ég þeim spurningum sem voru lagðar fyrir t.d. í dagbókinni? Hvernig gerði ég það?

Hvernig er frágangur verkefna hjá mér?