© Iðnskólinn í Reykjavík
Þegar talað er um heilsuna er oft ekki ljóst hvað átt er við. Við gerum trúlega flest ráð fyrir að um jákvæða merkingu orðsins sé að ræða. Þetta má sjá í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs þar segir; heilsa:heilbrigði; heilbrigðisástand: vera heill heilsu, ósjúkur. En hvað er góð heilsa og hvað flokkum við undir þetta hugtak, hvað dettur okkur í hug? Prófum hugkortaaðferðina sem fjallað hefur verið um hér á undan.
Hugkort -heilsan