© Iðnskólinn í Reykjavík
Vinnubrögð í námi skipta miklu máli til þess að góður árangur náist. Allir kunna vissulega að læra en flestir eru sammála um að alltaf er hægt að gera betur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það eru í raun og veru fjölmargir þættir sem hafa áhrif á það hvernig okkur gengur í skólanum. Það er líka mikilvægt að muna hvar styrkleikar okkar liggja ekkert síður en veikleikarnir. Gott er að velta fyrir sér spurningunni: Hvernig nemandi er ég? Svar við þessari spurningu er ekki endilega einfalt en til þess að finna svarið er gagnlegt að byrja á því að fylla út námshringinn sem hér er að finna.
Hvað er námstækni? "Að læra að læra"
"Að læra meira og betur á minni tíma" Góð og markviss vinnubrögð spara tíma sem þýðir aukinn frítími.