© Iðnskólinn í Reykjavík
Fjárhagsleg afkoma okkar hefur mikil áhrif á það hvernig lífi við lifum. Því fyrr sem við byrjum að hugsa um fjármálin þeim mun betur verðum við í stakk búin til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að hugsa um eigin fjármál og skipuleggja þau. Börn læra strax í gegnum foreldra sína ákveðnar aðferðir og viðhorf sem tengjast peningum og eyðslu. Við sem erum fullorðin og jafnvel farin að ala upp börn verðum að muna að við kennum einnig okkar börnum fyrstu viðhorfa til peninga, eyðslu og fjármála. Foreldrar hafa því heilmikla ábyrgð í þessum efnum eins og flestum öðrum þáttum sem tengjast daglega lífinu og uppeldi. Skólar gegna einnig mikilvægu mikilvægu hlutverki þegar kemur að fræðslu um fjármálin.
www.skattur.is; Upplýsingavefur ríkisskattstjóra
http://rettindi.is/default.asp?sid_id=33425&tre_rod=003%7C005%7C&tId=1; Skattar og gjöld
rettindi.is- Starfsgreinasamband Íslands - Upplýsingar um kjaramál