© Iðnskólinn í Reykjavík
Jónsbók 1281
http://www.althingi.is/lagas/132a/1281000.400.html
Landsleigubálkr.
Forvitnileg grein eftir Má Jónsson
Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld
http://64.233.183.104/search?q=cache:OnQRv4nvzpcJ:vefnir.bok.hi.is/2006/mar.pdf+J%C3%B3nsb%C3%B3k&hl=is&ct=clnk&cd=21&gl=is
Upphaf greinarinnar fer hér á eftir:
“Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur,
sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi
sem byggði á ákvæðum Jónsbókar frá 1281 um fjárhagslegar forsendur
hjónabanda: Var auglýstur slíkur hjónabands undirbúningur sem hér er teiknaður,
af því að sá góði dándisveinn Ketill Vermundsson vildi fá til hjónabands þá
frómu stúlku Sölvöru Jónsdóttur. Því taldi hans kæri faðir Vermundur
þessum sínum syni Katli 16 hundruð til kaups og konumundar, og lofar
Ketill að gefa þessari stúlku Sölvöru 4 hundruð þar af í tilgjöf ef Guð
gefur þeim að komast saman til ektaskapar... Hér í mót taldi sá frómi
mann Jón Jónsson sinni kæru dóttur Sölvöru átta hundruð í lausafé, svo
hennar máli verði 12 hundruð að svo komnu með tilgjöfinni tillagðri.
1
Að fengnu samþykki allra sem málið varðaði var gengið til samninga
sem miðuðust við efnahag beggja fjölskyldna – brúðarinnar og
brúðgumans. Faðir brúðgumans verðandi lagði honum til upphæð í kaup,
það er til að festa sér konuna. Þessi fjárhæð kallaðist konumundur og hluti
hans var ætlaður hinni verðandi brúði í tilgjöf. Faðir hennar lagði fram
heimanfylgju sem hennar framlag til nýs heimilis. Í Jónsbók eru ekki
tilgreindar upphæðir eða hlutföll þessara þriggja hugtaka – konumundar,
heimanfylgju og tilgjafar. Árið 1294 ákvað konungur, hugsanlega að tillögu
íslenskra ráðamanna, að hámark tilgjafar væri 60 hundruð, sama hversu
1
Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar árin 1639-
1674. Útgefandi Már Jónsson. Reykjavík 2005, bls. 213-214.
2
ríkur brúðguminn væri, og mætti aldrei nema meiru en fjórðungi úr fé
hans…”
Skoðið einnig eftirfarandi erindi sem flutt var í guðfræðideild HÍ
Hjónavígsluskilyrði á 17. öld ;http://gudfraedi.is/?q=node/54
Sat, 02/18/2006 - 00:00 — Már Jónsson